
BASTIAN II veggspjald
Verð
0 kr
7.990 kr
Útsala
Færeysk hönnun.
Bastian er feimin og vinalegur hrútur sem býr á litla bænum Æðuvík í Færeyjum.
Það er nokkuð fyndin saga sem fylgir Bastian, en hann þótti aldrei föngulegasti folinn í hópnum og var því haldið baka til. Hann komst þó á stjá óséður og ákvað að skemmta sér aðeins með kindunum. Í stuttu máli, þá komu um 30 afkvæmi útúr þessu fjöri hjá Bastian. Það voru svo gerðar blóðprufur til að kanna ástand Bastian og kom í ljós að hann er í raun föngulegasti hrúturinn á öllu svæðinu!
Blómakórónan er sérstaklega búin til og hönnuð fyrir Bastian úr blómum sem passa vel við fallega hvíta lopann hans. Bastian fannst ekki leiðinlegt að sitja fyrir í myndatökunni og fékk að verðlaunum fullt af kinda nammi.
Myndin er tekin og unnin af Harriet Olafsdóttir.
Tvær stærðir 30x40 cm og 50x70 cm
Veggspjöldin eru prentuð í Færeyjum á fallegan og vandaðan pappír og afhendast í fallegum pappahólkum og því tilvalin tækifærisgjöf við hin ýmsu tilefni.