Hobnail kanna - underlay amber
Þessi vara hefur selst upp hjá okkur.
Hvort sem það er appelsínusafi með morgunmatnum, vín, vatn, kakó, límónaði eða annað þá á þessi kanna eftir að setja punktinn yfir i-ið við matarborðið.
Að okkar mati er fátt skemmtilegra en að bjóða í matarboð og vera með fallega dekkað borð. Hobnail kannan á eftir að stela senunni við borðið.
Kannan er glæsileg, klassísk, vönduð og handfangið er sérstaklega þægilegt. Stútur könnunar er vel hannaður þannig að hann heldur vel utanum klaka svo þeir renna ekki allir með vökvanum þegar hellt er úr könnunni.
Kannan er 100% handgerð og er búin til í fjölskyldufyrirtæki í Bohemia í Tékklandi. Kannan er úr Bohemian kristal sem er best þekktur fyrir að vera tær og glitra einstaklega fallega. Hver og ein kanna er einstök.
Kannan tekur allt að tvo lítra af vökva.
Kannan er blýlaus og má fara í uppþvottavél.
Þvermál: 20 cm
Hæð: 22 cm
Þyngd: 2 kg.