Stofna brúðargjafalista

Stofna brúðargjafalista

Til að búa til brúðargjafalista hjá Purkhús þarf að gera eftirfarandi:

Búa til aðgang að síðunni. Vinsamlegast skráðu þig inn eða stofnaðu aðgang.

Að því loknu getið þið búið til gjafalistann hér.

Það þarf að skrá inn nauðsynlegar upplýsingar eins og nafn listans, dagsetningu brúðkaups og fl. Mikilvægt er að skrá inn upplýsingar um tengiliði.

Hægt er að setja lykilorð á gjafalistann ef óskað er eftir því að gjafalistinn sé læstur.

Að þessu loknu getið þið sett saman ykkar drauma óskalista. Vörunum er bætt á gjafalistann með því að fara inn á vörurnar sem þið óskið eftir og ýtið á hnappinn "bæta á gjafalista". Það er ekkert mál að breyta og bæta við gjafalistann.

Það er einfalt að deila gjafalistanum með vinum og fjölskyldu. Þegar þið eruð inni í gjafalistanum þá smellið þið á "deila gjafalista" sem er beint fyrir ofan gjafalistann. Þar kemur upp hlekkur sem vísar beint á gjafalistann.

Brúðhjón fá gjafabréf fyrir 15% af gjafakaupum listans ásamt auka glaðning frá okkur í brúðkaupsgjöf.

Hugmyndir að brúðkaupsgjöfum má finna hér.

Ef upp koma vandamál eða spurningar ekki hika við að hafa samband við okkur í gegnum netfangið purkhus@purkhus.is eða í síma 5712989

Einnig er hægt að setja upp brúðargjafalista í verslun okkar í Ármúla 44 með aðstoð starfsfólks.

Til hamingju með ástina!