Naram buxur - lilac

13.990 kr

Þessi vara hefur selst upp hjá okkur.

Naram buxurnar frá Bongusta eru úr mjúku frotte efni sem er létt, klæðilegt og þægilegt.

Buxurnar eru með teygju í mittinu og bómullar streng svo lítið mál er að losa og þrengja eftir þörfum. Það eru tveir hliðarvasar á buxunum og einn rassvasi. Það sem er svo skemmtilegt við þessar buxur er að það er hægt að "dressa þær bæði upp og niður". Þær eru til dæmis flottar við strigaskó og skyrtu eða á á ströndinni í sólarlöndunum.

Buxurnar eru í unisex sniði og koma í tveimur stærðum:

Stærð 1: Mitti 51 cm. Mjaðmir 52.5 cm. Lengd 71 cm.
Stærð 2: Mitti 52 cm. Mjaðmir 54.5 cm. Lengd 74 cm.

Efni: 100% Oeko-Tex cotton (300 g)

Umhirða:
Ef það eru einhverjar lykkjur á buxunum, ekki draga þær! Klipptu þær einfaldlega af með skærum. Þræðirnir eru festir að aftan og renna ekki þegar þeir eru klipptir.

Má þvo í þvottavél á 40 gráðum