Páskastreytingar

Nú styttist í páska og þá er gaman að dúlla sér heima og skreyta aðeins.
Sérstaklega núna þar sem við erum vonandi öll bara að fara ferðast innanhúss og hlýða Víði! :)
 
Ég tók saman nokkrar skemmtilegar hugmyndir af fallegu páskaskrauti sem mér datt í hug að þið hefðuð gaman að.
Ef þig langar í fallegt páskaskraut endilega kíktu á úrvalið okkar hér.

Við sjáum til þess að allar pantanir innan höfuðborgarsvæðisins skili sér fyrir páska.
Ég link-aði allar þær vörur sem við seljum inn í textann svo þið ættuð að geta smellt á textann ef þið viljið skoða þær betur. 
 
 Mynd @strups
Hér er svarti hringurinn frá Strups notaður undir fallega páskaskreytingu. Kemur ótrúlega fallega út. Það er gaman að leyfa hugmyndafluginu að njóta sín.
 
 
Mynd @strups

 

Hér er minni týpan af hringjunum frá Strups. Það er hægt að gera ýmsar fallegar skreytingar með þeim líka.
 
 
Mynd @strups

 

Þetta er skemmtileg og öðruvísi útfærsla með hringjunum frá Stups. Um að gera að leyfa ýmindunaraflinu að njóta sín. 
 
 
Fjaðrablóm
Fjaðrablómin eru falleg og til í mörgum fallegum litum. Tilvalið punt fyrir páskana og passar einnig vel allan ársins hring. Það er líka fallegt að blanda gler dropunum með í skreytingunni eins og hér á myndinni. Mikið af gler dropunum eru því miður uppseldir eins og er en eru væntanlegir aftur fljótlega.
 
Fjaðrablóm
 Fjaðrablóm

 

Það er líka fallegt að blanda þessum dökku doppóttu eggjum saman með fjaðrablómunum. 
 
 
Mynd @skreytumhus
Soffía hjá Skreytum Hús gerði þessa fallegu páskaskreytingu um daginn. Hér sjáum við hana nota gler egg, gler dropa, fjaðradúska og fjaðrablóm. Mjög falleg skreyting. Þið getið skoðað allar vörurnar hér. 
Mynd @skreytumhus

 

Gler egg
Mynd @skreytumhus

 

Skreytum hús
Mynd @skreytumhus

 Hér er svo skreyting sem hún Soffía hjá Skreytum Hús gerði í fyrra. Hér notar hún yrjóttu fjaðrablómin, brúnu fjaðrablómin, brún dúnkennd fjaðrablóm og hvítu gler eggin

 

 

Strups
Mynd @hkbmoments
Halldóra notaði hér svartan hring frá Strups og skreytir með doppóttum eggjum, yrjóttum eggjum, brúnum fjaðrablómum og doppóttum fjaðrablómum.
 
 
Mynd @hkbmoments

 Það er skemmtilegt að skreyta aðeins þegar maður dekkar borð. Hér notar Halldóra eitt gult fjaðrablóm og yrjótt egg sem skraut. Kemur mjög fallega út.

Gler dropar

 

Ég skellti mér út í göngutúr og týndi nokkrar greinar og skreytti þær með fallegu gler dropunum okkar. Þeir eru svo fallegir og glitra svo fallega í sólinni. Þeir henta vel sem páskaskraut, vor skraut, jólaskraut og já bara skraut fyrir allan ársins hring og hafa ýmsa möguleika. Droparnir fást í mörgum stærðum og litum. Það er mikið uppselt þessa stundina en væntanlegt aftur fljótlega. 
 

 

Ert þú að fylgjast með okkur á Instagram?
 
Endilega fylgdu okkur @purkhus
 
Það væri líka gaman að sjá mynd af þinni páskaskreytingu. Það er alltaf gaman að fá sendar myndir eða þegar þið merkið okkur í myndirnar okkar.
 
Ég óska ykkur gleðilegra páska, hafið það sem allra best, ferðist sem mest innanhúss og farið varlega <3 
 
Páska kveðjur
Sara Björk Purkhús
 
Sara Purkhús

Skrifa athugasemd