BLOGG

Páskastreytingar

Páskastreytingar

Nú styttist í páska og þá er gaman að dúlla sér heima og skreyta aðeins.
Sérstaklega núna þar sem við erum vonandi öll bara að fara ferðast innanhúss og hlýða Víði! :)
 
Ég tók saman nokkrar skemmtilegar hugmyndir af fallegu páskaskrauti sem mér datt í hug að þið hefðuð gaman að.
Ef þig langar í fallegt páskaskraut endilega kíktu á úrvalið okkar hér.

Við sjáum til þess að allar pantanir innan höfuðborgarsvæðisins skili sér fyrir páska.
Ég link-aði allar þær vörur sem við seljum inn í textann svo þið ættuð að geta smellt á textann ef þið viljið skoða þær betur. 
 
 Mynd @strups
Hér er svarti hringurinn frá Strups notaður undir fallega páskaskreytingu. Kemur ótrúlega fallega út. Það er gaman að leyfa hugmyndafluginu að njóta sín.
 
 
Mynd @strups

 

Hér er minni týpan af hringjunum frá Strups. Það er hægt að gera ýmsar fallegar skreytingar með þeim líka.
 
 
Mynd @strups

 

Þetta er skemmtileg og öðruvísi útfærsla með hringjunum frá Stups. Um að gera að leyfa ýmindunaraflinu að njóta sín. 
 
 
Fjaðrablóm
Fjaðrablómin eru falleg og til í mörgum fallegum litum. Tilvalið punt fyrir páskana og passar einnig vel allan ársins hring. Það er líka fallegt að blanda gler dropunum með í skreytingunni eins og hér á myndinni. Mikið af gler dropunum eru því miður uppseldir eins og er en eru væntanlegir aftur fljótlega.
 
Fjaðrablóm
 Fjaðrablóm

 

Það er líka fallegt að blanda þessum dökku doppóttu eggjum saman með fjaðrablómunum. 
 
 
Mynd @skreytumhus
Soffía hjá Skreytum Hús gerði þessa fallegu páskaskreytingu um daginn. Hér sjáum við hana nota gler egg, gler dropa, fjaðradúska og fjaðrablóm. Mjög falleg skreyting. Þið getið skoðað allar vörurnar hér. 
Mynd @skreytumhus

 

Gler egg
Mynd @skreytumhus

 

Skreytum hús
Mynd @skreytumhus

 Hér er svo skreyting sem hún Soffía hjá Skreytum Hús gerði í fyrra. Hér notar hún yrjóttu fjaðrablómin, brúnu fjaðrablómin, brún dúnkennd fjaðrablóm og hvítu gler eggin

 

 

Strups
Mynd @hkbmoments
Halldóra notaði hér svartan hring frá Strups og skreytir með doppóttum eggjum, yrjóttum eggjum, brúnum fjaðrablómum og doppóttum fjaðrablómum.
 
 
Mynd @hkbmoments

 Það er skemmtilegt að skreyta aðeins þegar maður dekkar borð. Hér notar Halldóra eitt gult fjaðrablóm og yrjótt egg sem skraut. Kemur mjög fallega út.

Gler dropar

 

Ég skellti mér út í göngutúr og týndi nokkrar greinar og skreytti þær með fallegu gler dropunum okkar. Þeir eru svo fallegir og glitra svo fallega í sólinni. Þeir henta vel sem páskaskraut, vor skraut, jólaskraut og já bara skraut fyrir allan ársins hring og hafa ýmsa möguleika. Droparnir fást í mörgum stærðum og litum. Það er mikið uppselt þessa stundina en væntanlegt aftur fljótlega. 
 

 

Ert þú að fylgjast með okkur á Instagram?
 
Endilega fylgdu okkur @purkhus
 
Það væri líka gaman að sjá mynd af þinni páskaskreytingu. Það er alltaf gaman að fá sendar myndir eða þegar þið merkið okkur í myndirnar okkar.
 
Ég óska ykkur gleðilegra páska, hafið það sem allra best, ferðist sem mest innanhúss og farið varlega <3 
 
Páska kveðjur
Sara Björk Purkhús
 
Lesa meira
Síðasta innlitið í 38 fermetrana í Laugardalnum

Síðasta innlitið í 38 fermetrana í Laugardalnum

Það hefur ekki gefist mikll tími fyrir færslu hér í nokkuð langan tíma en nú gefst loksins smá tími til að setjast niður með mjólk og smákökur og gera síðustu færsluna um litlu íbúðina okkar í Laugardalnum sem við seldum í sumar. Íbúðin er ekki nema 38 fermetrar en hluti íbúðarinnar er undir súð svo hann er ekki inni í fermetratölu íbúðarinnar. Það var fór mjög vel um okkur í þessari yndislegu íbúð. Nú erum við að koma okkur fyrir á nýjum stað og hlakka ég til að sýna ykkur frá því. Þangað til getið þið fylgst með á instagram @sarabjorkp

Myndirnar tók Vignir Garðarsson fyrir Borg Fasteignasölu

 

 

 

 

 

Takk fyrir að lesa!
Vona að þið hafið það sem allra best yfir hátíðirnar!
Endilega fylgist með á Instagram @purkhus og @sarabjorkp 
Sara Björk Purkhús
Lesa meira
Páskaskraut - innblástur og hugmyndir!

Páskaskraut - innblástur og hugmyndir!

Mig langaði til þess að taka saman nokkrar fallegar hugmyndir að páskaskrauti þar sem páskarnir eru á næsta leiti. Ég fæ mikinn innblástur af Instagram og ætla að deila með ykkur einhverjum myndum þaðan. Það sem er mest áberandi þessa dagana eru fallegar greinar t.d. með fjaðrablómum og hangandi eggjum eða öðru fallegu skrauti. Þú getur verslað fjaðrablóm og gervigreinar í vefverslun okkar hér. Við erum svo með þurrkaðar tröllagreinar og strá til sölu í sýningarrýminu okkar í Ármúla 19.

 

Fjaðrablómin sett á á greinar og falleg egg með, kemur svo fallega út.
Mynd @inspirationbyzandra

Sniðugt að tæma egg og mála þau í fallegum litum.
Mynd @jennyli88

Kemur mjög skemmtilega út að setja doppóttu fjaðrablómin á magnoliu grein.
Mynd @myhilltop

Fölbleik fjaðrablóm og fallegar tröllagreinar. Tröllagreinarnar getur þú keypt hjá okkur í Ármúla 19. Fjaðrablómin sjálf fást bæði í vefverslun og í sýningarrýminu okkar í Ármúla 19.
Mynd @annashem_

Fjaðrablóm

Ég blandaði saman fölbleiku og brúnu fjaðrablómunum ásamt gler eggjum sem eru með smá steinum. Kemur skemmtilega út. Myndir úr sýningarrýminu okkar í Ármúla 19.

Þurrkuð strá

Þurrkuð strá

Við erum líka með þurrkuð strá og loðstrá í fallegum litum til sölu í sýningarrýminu okkar í Ármúla 19. Tilvalin til að skreyta með.

 

Fjaðrablóm
Tröllagreinar, fölbleik fjaðrablóm og egg.
Mynd @myhilltop

 

Fjaðrablóm
Gulu dúnkenndu fjaðrablómin, páskaleg og fín.
Mynd @lindanilsson76

 

Fjaðrablóm

Hér eru fölbleiku gervi fjaðrirnar og yrjóttu fjaðrablómin sett á gervigrein. Kemur virkilega fallega út. Myndir @myhomecolletion.se

Vona að þið hafið fengið einhverjar skemmtilegar hugmyndir með þessari færslu. 
Þið eruð svo velkomin í heimsókn í dag í Ármúla 19 að skoða fjaðrablómin og annað skraut. Afgreiðslutíma getið þið séð hér.

Endilega fylgist svo með @purkhus á Instagram!

Gleðilega páska.

-Sara Björk

 

Lesa meira
14 áhugaverðir Instagram reikningar pt. II

14 áhugaverðir Instagram reikningar pt. II

Fyrir stuttu síðan gerði ég færslu þar sem ég tók saman 14 áhugaverða Instagram reikninga sem veita mér innblástur þegar það kemur að heimilinu. Færslan vakti mikinn áhuga og því ætla ég að deila með ykkur enn fleiri Instagram reikningum sem mér þykir áhugaverðir hvort sem það tengist heimilinu, tísku eða lífsstíl. Listinn er auðvitað ekki tæmandi þar sem að það er svo ótrúlega margt áhugavert og hæfileikaríkt fólk sem maður tekur eftir á Instagram.

 

@thehomerebel
Ótrúlega bjart og smekklegt heimili sem gaman er að fylgjast með.

 

@rakeltomas
Ótrúlega hæfileikarík. Teikningarnar hennar eru virkilega fallegar.

 

@andreamagnus
Andrea er fatahönnuður og rekur verslunina AndreabyAndrea. Ég elska stílinn hennar. Hún er smekkskona og er oft í litríkum fötum sem ég elska!

 

@thorunnh71
Þórunn á virkilega fallegt heimili og er mikil smekkskona.

 

@asaregins
Allt sem Ása gerir í eldhúsinu er svo girnilegt. Hún á líka gullfallegt heimili og klæðist alltaf svo fallegum litum sem heilla mig mikið.

 

@solrundiego
Hana þekkja líklega flestir. Mér hefur fundist mjög gaman að fylgjast með henni vera koma sér fyrir í nýja húsinu þeirra undanfarið.

  

@threebirdsrenovations
Það eru þrjár konur sem halda úti þessum fallega Instagram reikningi. Þær eru að taka heimili í gegn og deila á miðlinum. Það sem heillaði mig mest á þessum Instagram reikningi var þessi bleika flísalagða böðunar aðstaðan fyrir hundana. Algjör draumur.

 

@byolafsdottir 
Ég rakst fyrst á þennan Instagram reikning síðasta sumar og vissi um leið á ég þyrfti að fá veggspjöldin hennar Harriet í sölu hér inni á www.purkhus.is og það rættist! Það er mjög gaman að fylgjast með Harriet og öllum fallegu dýrunum á litla bóndabænum í Færeyjum.

 

@hattiebourn
Bresk ung móðir sem er mjög gaman að fylgjast með. Hún er með virkilega flottan fatastíl að mínu mati.

 

@olgaheleno
Olga er algjör orkubolti og mér finnst mjög gaman að fylgjast með henni bæð heilsu og heimilistengt.

 

@dorajulia
Er með skemmtilegan og litríkan stíl, bæði í klæðaburði og á heimilinu. Mér leiðist það ekki!

 

@saralind90
Er bæði með mjög fallegan fatastíl og virkilega fallegt og stílhreint heimili.

 

@jannid
Er sænsk stelpa sem býr í Mónakó og hefur ferðast út um allan heim. Mjög gaman að fylgjast með henni.

 

@tanjayra
Það er gaman að fylgjast með Tönju bæði þegar hún sýnir frá fallega heimilinu og öllum ferðalögunum, en hún hefur verið að ferðast á marga fallega staði undanfarið.

 

@sarabjorkp
Að lokum ætla ég að deila með ykkur mínum persónulega instagram reikningi en mér finnst gaman að deila myndum af heimilinu (og hundinum mínum).

 

@purkhus
Ég mæli svo auðvitað líka með því að fylgjast með Purkhús á Instagram.

 

Þangað til næst!

Sara Björk

www.purkhus.is

Lesa meira
Fjaðrablóm - innblástur og hugmyndir!

Fjaðrablóm - innblástur og hugmyndir!

Í vikunni tókum við upp nýjungar sem eru svokölluð fjaðrablóm sem líkjast magnolíu blómum. Blómin hafa vakið miklar vinsældir í Svíþjóð undanfarið. Þar sem um er að ræða fjaðrir má segja að blómin lifi að eilífu, sem er mikill kostur!  

Mynd af Instagram reikningi @mylifebyj

Við seljum fjaðrablómin í pakkningum sem innihalda 12 stk. blóm og er pakkningin á 990 kr. og fæst hér.

  Mynd af Instagram reikningi @ferrufino.interiordesign

 

Ég er svo ótrúlega ánægð með þessi fjaðrablóm. Ég elska nefnilega að hafa blóm og líf í kringum mig en það getur hinsvegar verið dýrt að kaupa fersk blóm í hverri viku. Blómin eru á þunnum vír sem er notaður til að festa blómin á greinar eða aðrar skreytingar. Það má segja að um eilífðar blóm séu að ræða og það er alltaf hægt að breyta til, skipta um liti, blanda saman litum og prófa sig áfram með mismunandi greinar og skreytingar. Ég sé líka fyrir mér að það sé fallegt að skreyta með þessum fjöðrum og greinum í fermingum eða í öðrum veislum. Gulu og munstruðu fjaðrirnar eru líka fullkomið páskaskraut! Munstruðu fjaðrirnar voru að koma ásamt fleiru og er hægt að panta þær hér.

 

Við erum með eina týpu af gervi greinum til sölu hér og stefnum á að auka úrvalið af greinum á næstunni. Greinarnar seldust hratt upp í fyrstu sendingu en eru nú komnar aftur. Þessar greinar eru rosalega raunverulegar og vandaðar. Tilvaldar til þess að nota með fjaðrablómunum.

Hér er ein greinin eftir að ég setti nokkrar fjaðrir á hana. Þessi mynd er tekin mjög stuttu eftir að ég tók fjaðrablómin úr pakkningunum en blómin opna sig og verða enn fallegri eftir svona 1-2 daga, að mínu mati.

Ég tók svo saman nokkrar myndir sem ég hef séð á Instagram af þessum fallegu fjaðrablómum. Vona að þið njótið og fáið smá fjaðrablóma innblástur!

Fjaðrablóm         Mynd af Instagram reikningi @sarashomeinterior

 

           Mynd af Instagram reikningi @linneajosefine

 

    Mynd af Instagram reikningi @annashem_

 


Mynd af Instagram reikningi @miasgrona 

 

Mér finnst þetta ótrúlega skemmtileg hugmynd og langar að prófa að föndra eitthvað svona svipað. Við vorum einmitt að fá svipaða málmhringi og er hægt að versla þá hér. 
FjaðrablómMynd af Instagram reikningi @lifebytingan

 

Fjaðrablóm
Mynd af Instagram reikningi @gunnelelffors

  

Fjaðrablóm              Mynd af Instagramreikning @paulinalesek

 

               Mynd af Instagramreikning @paulinalesek

 

Mynd af Instagramreikning @lillalager

 

Fjaðrablóm          Mynd af Instagramreikning @allabouttegnerskan

 



Mynd af Instagram reikningi @pixbynat

 

Vonandi fenguð þið einhvern innblástur og skemmtilegar hugmyndir!

Ef þig langar í fjaðrablóm þá getur þú verslað þau hér.

Ég hvet ykkur til þess að fylgjast með @purkhus á Instagram en ég mun sýna skemmtilegar fjaðraskreytingar á næstunni þar.

Ykkur er líka velkomið að fylgja mér persónulega @sarabjorkp

Þangað til næst!
Sara Björk 

Lesa meira
14 áhugaverðir Instagram reikningar

14 áhugaverðir Instagram reikningar

Ég tók saman 14 áhugaverða Instagram reikninga sem veita mér innblástur þegar að það kemur að heimilinu. Listinn er ekki tæmandi þar sem að það er svo ótrúlega margt áhugavert og hæfileikaríkt fólk sem maður tekur eftir á Instagram. Ég kannski skelli seinna í framhalds lista ef þessi færsla vekur lukku. Vona að þið njótið!

 

@goldalamode

Litríkt og fallegt heimili. Svo á hún líka rosa sæta hunda!

 

@sdgudjons

Stílhreint og virkilega fallegt heimili hjá innanhúshönnuðinum Söru Dögg.

 

@lustliving

Líflegt og fallegt heimili þar sem doppótt munstur ræður ríkjum. Garðurinn er virkilega flottur með úti "bíó-i"!

 

@gudbjorgeinarsd

Lögreglukona með virkilega stílhreint og fallegt heimili! 

  

@svana.svartahvitu

Nýja heimilið hennar Svönu, bloggara á Trendnet er virkilega fallegt og þar er bleiki liturinn áberandi. Mér leiðist það ekki!

 

@skreytum_hus

Soffía sem heldur úti Facebook hópnum Skreytum hús á virkilega fallegt heimili og er gaman að fylgjast með henni en hún er dugleg að breyta til heima hjá sér!

 

   

@lindaben

Það er gaman að fylgjast með fagurkeranum henni Lindu en hún er að byggja sér hús í Mosfellsbæ ásamt manninum sínum.

  

@cathrinedoreen

Glæsilegt heimili. Það sem heillar mig mest hjá henni er skrifstofan undir stiganum sem er búið að stúka af með gler/stál veggjum.

  

@athomewithashley

 Bleikt og litríkt, elska það.

  

@evablixman

Heimilið hennar Evu er mjög stílhreint og fallegt. Skrifstofan hennar er æði!

  

@paz.is

Heimilið hennar Maríu er einstaklega fallegt.

  

@hildurerla

Heimilið hennar er hlýlegt og fallegt.

 

@caffeineandcacti

Bleikt bleikt bleikt.... 

  

@hrefnadan

Stíllinn hennar Hrefnu er skemmtilegur, litríkur og á sama tíma stílhreinn. Mjög gaman að fylgjast með henni.

  

@sarabjorkp

Að lokum ætla ég að deila með ykkur mínum persónulega instagram reikningi en mér finnst gaman að deila myndum af heimilinu þar.

Sara

  

@purkhus

Auðvitað mæli ég svo líka með að þið fylgist með Purkhús á instagram.

  

Þangað til næst!

Sara Björk

www.purkhus.is

Lesa meira
Doing goods - nýtt merki!

Doing goods - nýtt merki!

Síðustu mánuði hafa verið að detta inn ný vörumerki hjá okkur og hefur mig langað til þess að gera færslu um hvert og eitt vörumerki. Nýjasta vörumerkið er Doing goods og framleiðir meðal annars fallegar gólfmottur og aðra smáhluti fyrir heimilið.      
      
          
Motturnar skarta ýmsum elskulegum dýrum úr dýraríkinu. Motturnar eru fullkomnar undir rúmstokkinn, eldhúsvaskinn, inni í stofu eða jafnvel inni á baðherbergi. Motturnar eru mjúkar og fátt betra en að byrja daginn á því að stíga úr rúminu á þessar fallegu handgerðu mottur. Framhlið mottanna er úr 100% ull og er bakhliðin úr 100% bómull. Motturnar fást í tveimur stærðum.
    
     
Allar vörurnar frá merkinu eru handgerðar á Indlandi í litlu fjölskyldufyrirtæki sem spratt upp í samvinnu með Doing goods. Vinnuaðstæður, frí tími og kaup er til fyrirmyndar enda eina rétta leiðin í heiðarlegum viðskiptum.
 
 
  
Þið getið skoðað allar vörurnar okkar frá Doing goods hér. Vona að þið hafið gaman að þessum skemmtilegu vörum.
 
// Fylgstu með okkur á Instagram @purkhus
 
Lesa meira
Krítarlímmiðar - hugmyndir

Krítarlímmiðar - hugmyndir

Nú fer að hausta og þá kemst maður í smá skipulags gír. Mig langaði því að deila með ykkur nokkrum hugmyndum sem ég fann á Pinterest með krítarlímmiðunum vinsælu. Það kemur skemmtilega út að skipuleggja með þeim hvar sem er á heimilinu.

Krítarlímmiðarnir fást í vefverslun Purkhús í tveimur stærðum, 40 stk. í pakka og það fylgir hvítur krítartússpenni með. Verðið er frá 1.390 kr.

Eldhúsið

Plöntur

 

Skrifstofan

 

Drykkir

 

Þú getur verslað krítarlímmiðana hér. 

Kveðja,

Sara Björk Purkhús

Lesa meira
Nýtt vörumerki í vefverslun Purkhús - ByOlafsdóttir

Nýtt vörumerki í vefverslun Purkhús - ByOlafsdóttir

Í lok síðustu viku kom fyrsta sending af fallegu veggspjöldunum frá ByOlafsdóttir.

Um er að ræða færeyska hönnun. Allar myndirnar eru teknar og unnar af Harriet Olafsdóttir. Það er skemmtileg saga á bakvið hverja mynd en kindurnar búa allar í Æðuvík í Færeyjum með Harriet og fjölskyldu. 

Veggspjöldin eru prentuð í Færeyjum á fallegan og vandaðan pappír og afhendast í fallegum pappahólkum og því tilvalin tækifærisgjöf við hin ýmsu tilefni.

Mig langaði til þess að segja ykkur sögurnar á bakvið þessi fallegu dýr.

Bambi

Bambi er blind kind sem býr á litla bænum Æðuvík í Færeyjum. Hún fannst í skurði öll útí mold og varla með lífsmarki. Nú nýtur hún lífsins sem gæludýr fjölskyldunnar á Æðuvík. Bambi eltir hljóð og hefur búið til sínar eigin gönguleiðir nálægt heimilinu.

Bambi fæst í tveimur stærðum:
30x40 cm
50x70 cm

Olaf

Olaf er lamb sem býr í Æðuvík í Færeyjum. Upprunalega er hann frá Ambadali í Gjógv en móðir hans vildi hann ekki og skildi hann eftir til að deyja. Sem betur fer var bóndinn nálægt og fann litla lambið. Hann tók það með sér heim í bakpoka sínum og hugsaði um það þar til það gat farið á nýtt heimili. Olaf fann svo nýtt heimili í Æðuvík hjá Harriet Olafsdóttir og fjölskyldu. Olaf elskar lífið í Æðuvík. Hann elskar að elta hænurnar og borða blómin.

Olaf er fullkomið veggspjald í barnaherbergið eða hvar sem er á heimilinu.
Stærð veggspjaldsins er A4.

Bastian



Bastian er feiminn og vinalegur hrútur sem býr á litla bænum Æðuvík í Færeyjum. 

Það er nokkuð fyndin saga sem fylgir Bastian, en hann þótti aldrei föngulegasti folinn í hópnum og var því haldið baka til. Hann komst þó á stjá óséður og ákvað að skemmta sér aðeins með kindunum. Í stuttu máli, þá komu um 30 afkvæmi útúr þessu fjöri hjá Bastian. Það voru svo gerðar blóðprufur til að kanna ástand Bastian og kom í ljós að hann er í raun föngulegasti hrúturinn á öllu svæðinu!

Blómakórónan er sérstaklega búin til og hönnuð fyrir Bastian úr blómum sem passa vel við fallega hvíta lopann hans. Bastian fannst ekki leiðinlegt að sitja fyrir í myndatökunni og fékk að verðlaunum fullt af kindanammi.

Stærð veggspjaldsins er 30x40 cm.

Þið getið skoðað öll veggspjöldin nánar hér.

Bestu kveðjur,
Sara Björk

Lesa meira
Innlit frá MAN magasín - 38 fermetrar

Innlit frá MAN magasín - 38 fermetrar

Í apríl kíkti MAN magasín í heimsókn í litlu krúttlegu íbúðina okkar sem er aðeins 38 fermetrar, nokkur hluti íbúðarinnar er þó undir súð og telst því ekki með í fermetratölunni. Bergrún Íris Sævarsdóttir tók viðtal við mig og Heiða Helgadóttir tók allar myndir. Blaðið er því miður ekki enn í sölu, en þetta var tölublað apríl mánaðar. Mig langaði til þess að deila með ykkur myndunum úr innlitinu.

Hér má sjá stofuna. Á mydinni má sjá bæði sjá Díönu spegilinn og Dís blómavasan.
Spegillin fæst í þremur litum en vasinn er uppseldur en væntanlegur aftur í lok maí eða byrjun júní.

Dís blómavasinn er væntanlegur aftur.

Calvin var auðvitað aðal módelið í innlitinu. Á myndinni má sjá Haka leðurhankanaHring kertastjakann og Saxa veggpunt. Plakatið er prufu plakat sem ég lét gera og mun mögulega koma í sölu í vefverslun Purkhús.

Dúa blómavasinn er væntanlegur í lok maí eða byrjun júní.

Krítarlímmiðarnir fást hér í tveimur stærðum.

 

Hér má sjá Díönu spegilinn í gylltu.

Hér má sjá gyllta Gló skrautpokann. Gyllti liturinn er þó uppseldur eins og er en silfurlitaði er ennþá til.

Þessi blómastandur er svo væntanlegur í lok maí eða byrjun júní. Hann mun koma í tveimur stærðum.

Hér má sjá Mist spreykönnuna í gleri/kopar lit.

Að lokum er það ein mynd af mér.

Ef þið eruð ekki nú þegar að fylgjast með instagram síðu Purkhús mæli ég með að fylgjast með hér @purkhus

Ykkur er einnig velkomið að fylgja mér persónulega hér @sarabjorkp en ég er dugleg að deila myndum af heimilinu og fleiru þar.

Mig langar einnig til að nýta tækifærið og segja ykkur frá leik sem er í gangi en ef þú skráir þig í netklúbb Purkhús getur þú átt von á að vinna 40.000 kr. gjafabréf. Einn heppinn aðili verður dreginn út sunnudaginn 27. maí. Þið getið skráð ykkur í netklúbbinn hér. 

Bestu kveðjur,

Sara Björk

Lesa meira
Marmara innblástur

Marmara innblástur

Mér finnst mjög gaman að skoða fallega hluti á netinu og láta mig aðeins dreyma. Síðustu daga er ég búin að vera skoða fallegar eldhúsinnréttingar með marmara. Hér eru nokkrar fallegar myndir sem ég fann á Pinterest.

 

Bestu kveðjur,

Sara Björk

 

Lesa meira
FYRIR/EFTIR - Svefnherbergið

FYRIR/EFTIR - Svefnherbergið

Við ákváðum fyrir stuttu síðan að láta verða að því að mála með smá lit í íbúðinni.

Liturinn sem varð fyrir valinu er bleikur og ákváðum við að mála einn vegg í svefnherberginu.

Breytingin kom ótrúlega vel út og gerir svefnherbergið miklu hlýlegra.

Nafnið á litnum er Soft blush og fæst í Bauhaus.

Hér má sjá svefnherbergið fyrir breytingarnar

Mynd Vísir / Andri Marino

Hér má svo sjá svefnherbergið eftir breytingar

GLÓ skrautpokann má finna hér.

Rúmfötin og púðarnir eru úr Rúmfatalagernum

Calvin fékk svo að sjálfsögðu að vera með á einni mynd!

Ykkur er svo velkomið að fylgja mér á instagram en ég set þar reglulega inn myndir af heimilinu og því tengdu @sarabjorkp

Bestu kveðjur,

Sara Björk

Lesa meira
17 results