Ef verslað er fyrir 10.000 kr. eða meira fylgir frí heimsending.

Allt sem er bleikt bleikt...

Síðustu vikur hefur mig langað mikið til að lífga aðeins upp á íbúðina með því að mála einhverja veggi eða herbergi. Ég hef ekki látið verða að því ennþá en þeir litir sem ég er mest hrifin af þessa stundina eru bleikur, grænn og blár.

Ég skoða oft Pinterest til að fá innblástur þegar það kemur að heimilinu. Ég tók saman nokkrar bleikar myndir sem heilluðu mig.

Mig hefur lengi dreymt um baðherbergi í bleikum tónum.

Bleikar útidyrahurðar heilla mig mjög mikið. Einn daginn fæ ég vonandi bleika útidyrahurð!

 

 


Ég er mikið fyrir að hafa plöntur á heimilinu og mér finnst græni liturinn svo fallegur með þessum bleika.

Mig hefur líka lengi langað í bleikan sófa! Smart að hafa þá svona dökkan lit á veggjunum.

Bleikar kveðjur,

Sara Björk


Ummæli