Fjaðrablóm - innblástur og hugmyndir!
Í vikunni tókum við upp nýjungar sem eru svokölluð fjaðrablóm sem líkjast magnolíu blómum. Blómin hafa vakið miklar vinsældir í Svíþjóð undanfarið. Þar sem um er að ræða fjaðrir má segja að blómin lifi að eilífu, sem er mikill kostur!
Mynd af Instagram reikningi @mylifebyj
Við seljum fjaðrablómin í pakkningum sem innihalda 12 stk. blóm og er pakkningin á 990 kr. og fæst hér.
Mynd af Instagram reikningi @ferrufino.interiordesign
Ég er svo ótrúlega ánægð með þessi fjaðrablóm. Ég elska nefnilega að hafa blóm og líf í kringum mig en það getur hinsvegar verið dýrt að kaupa fersk blóm í hverri viku. Blómin eru á þunnum vír sem er notaður til að festa blómin á greinar eða aðrar skreytingar. Það má segja að um eilífðar blóm séu að ræða og það er alltaf hægt að breyta til, skipta um liti, blanda saman litum og prófa sig áfram með mismunandi greinar og skreytingar. Ég sé líka fyrir mér að það sé fallegt að skreyta með þessum fjöðrum og greinum í fermingum eða í öðrum veislum. Gulu og munstruðu fjaðrirnar eru líka fullkomið páskaskraut! Munstruðu fjaðrirnar voru að koma ásamt fleiru og er hægt að panta þær hér.
Við erum með eina týpu af gervi greinum til sölu hér og stefnum á að auka úrvalið af greinum á næstunni. Greinarnar seldust hratt upp í fyrstu sendingu en eru nú komnar aftur. Þessar greinar eru rosalega raunverulegar og vandaðar. Tilvaldar til þess að nota með fjaðrablómunum.
Hér er ein greinin eftir að ég setti nokkrar fjaðrir á hana. Þessi mynd er tekin mjög stuttu eftir að ég tók fjaðrablómin úr pakkningunum en blómin opna sig og verða enn fallegri eftir svona 1-2 daga, að mínu mati.
Ég tók svo saman nokkrar myndir sem ég hef séð á Instagram af þessum fallegu fjaðrablómum. Vona að þið njótið og fáið smá fjaðrablóma innblástur!
Mynd af Instagram reikningi @sarashomeinterior
Mynd af Instagram reikningi @linneajosefine
Mynd af Instagram reikningi @annashem_
Mynd af Instagram reikningi @miasgrona
Mynd af Instagram reikningi @lifebytingan
Mynd af Instagram reikningi @gunnelelffors
Mynd af Instagramreikning @paulinalesek
Mynd af Instagramreikning @paulinalesek
Mynd af Instagramreikning @lillalager
Mynd af Instagramreikning @allabouttegnerskan
Mynd af Instagram reikningi @pixbynat
Vonandi fenguð þið einhvern innblástur og skemmtilegar hugmyndir!
Ef þig langar í fjaðrablóm þá getur þú verslað þau hér.
Ég hvet ykkur til þess að fylgjast með @purkhus á Instagram en ég mun sýna skemmtilegar fjaðraskreytingar á næstunni þar.
Ykkur er líka velkomið að fylgja mér persónulega @sarabjorkp
Þangað til næst!
Sara Björk