14 áhugaverðir Instagram reikningar
Ég tók saman 14 áhugaverða Instagram reikninga sem veita mér innblástur þegar að það kemur að heimilinu. Listinn er ekki tæmandi þar sem að það er svo ótrúlega margt áhugavert og hæfileikaríkt fólk sem maður tekur eftir á Instagram. Ég kannski skelli seinna í framhalds lista ef þessi færsla vekur lukku. Vona að þið njótið!
Litríkt og fallegt heimili. Svo á hún líka rosa sæta hunda!
Stílhreint og virkilega fallegt heimili hjá innanhúshönnuðinum Söru Dögg.
Líflegt og fallegt heimili þar sem doppótt munstur ræður ríkjum. Garðurinn er virkilega flottur með úti "bíó-i"!
Lögreglukona með virkilega stílhreint og fallegt heimili!
Nýja heimilið hennar Svönu, bloggara á Trendnet er virkilega fallegt og þar er bleiki liturinn áberandi. Mér leiðist það ekki!
Soffía sem heldur úti Facebook hópnum Skreytum hús á virkilega fallegt heimili og er gaman að fylgjast með henni en hún er dugleg að breyta til heima hjá sér!
Það er gaman að fylgjast með fagurkeranum henni Lindu en hún er að byggja sér hús í Mosfellsbæ ásamt manninum sínum.
Glæsilegt heimili. Það sem heillar mig mest hjá henni er skrifstofan undir stiganum sem er búið að stúka af með gler/stál veggjum.
Bleikt og litríkt, elska það.
Heimilið hennar Evu er mjög stílhreint og fallegt. Skrifstofan hennar er æði!
Heimilið hennar Maríu er einstaklega fallegt.
Heimilið hennar er hlýlegt og fallegt.
Bleikt bleikt bleikt....
Stíllinn hennar Hrefnu er skemmtilegur, litríkur og á sama tíma stílhreinn. Mjög gaman að fylgjast með henni.
Að lokum ætla ég að deila með ykkur mínum persónulega instagram reikningi en mér finnst gaman að deila myndum af heimilinu þar.
Auðvitað mæli ég svo líka með að þið fylgist með Purkhús á instagram.
Þangað til næst!
Sara Björk
Athugasemdir

