Innlit frá MAN magasín - 38 fermetrar
Í apríl kíkti MAN magasín í heimsókn í litlu krúttlegu íbúðina okkar sem er aðeins 38 fermetrar, nokkur hluti íbúðarinnar er þó undir súð og telst því ekki með í fermetratölunni. Bergrún Íris Sævarsdóttir tók viðtal við mig og Heiða Helgadóttir tók allar myndir. Blaðið er því miður ekki enn í sölu, en þetta var tölublað apríl mánaðar. Mig langaði til þess að deila með ykkur myndunum úr innlitinu.
Hér má sjá stofuna. Á mydinni má sjá bæði sjá Díönu spegilinn og Dís blómavasan.
Spegillin fæst í þremur litum en vasinn er uppseldur en væntanlegur aftur í lok maí eða byrjun júní.
Dís blómavasinn er væntanlegur aftur.
Calvin var auðvitað aðal módelið í innlitinu. Á myndinni má sjá Haka leðurhankana, Hring kertastjakann og Saxa veggpunt. Plakatið er prufu plakat sem ég lét gera og mun mögulega koma í sölu í vefverslun Purkhús.
Dúa blómavasinn er væntanlegur í lok maí eða byrjun júní.
Krítarlímmiðarnir fást hér í tveimur stærðum.
Hér má sjá Díönu spegilinn í gylltu.
Hér má sjá gyllta Gló skrautpokann. Gyllti liturinn er þó uppseldur eins og er en silfurlitaði er ennþá til.
Þessi blómastandur er svo væntanlegur í lok maí eða byrjun júní. Hann mun koma í tveimur stærðum.
Hér má sjá Mist spreykönnuna í gleri/kopar lit.
Að lokum er það ein mynd af mér.
Ef þið eruð ekki nú þegar að fylgjast með instagram síðu Purkhús mæli ég með að fylgjast með hér @purkhus
Ykkur er einnig velkomið að fylgja mér persónulega hér @sarabjorkp en ég er dugleg að deila myndum af heimilinu og fleiru þar.
Mig langar einnig til að nýta tækifærið og segja ykkur frá leik sem er í gangi en ef þú skráir þig í netklúbb Purkhús getur þú átt von á að vinna 40.000 kr. gjafabréf. Einn heppinn aðili verður dreginn út sunnudaginn 27. maí. Þið getið skráð ykkur í netklúbbinn hér.
Bestu kveðjur,
Sara Björk