Nýtt vörumerki í vefverslun Purkhús - ByOlafsdóttir

Í lok síðustu viku kom fyrsta sending af fallegu veggspjöldunum frá ByOlafsdóttir.

Um er að ræða færeyska hönnun. Allar myndirnar eru teknar og unnar af Harriet Olafsdóttir. Það er skemmtileg saga á bakvið hverja mynd en kindurnar búa allar í Æðuvík í Færeyjum með Harriet og fjölskyldu. 

Veggspjöldin eru prentuð í Færeyjum á fallegan og vandaðan pappír og afhendast í fallegum pappahólkum og því tilvalin tækifærisgjöf við hin ýmsu tilefni.

Mig langaði til þess að segja ykkur sögurnar á bakvið þessi fallegu dýr.

Bambi

Bambi er blind kind sem býr á litla bænum Æðuvík í Færeyjum. Hún fannst í skurði öll útí mold og varla með lífsmarki. Nú nýtur hún lífsins sem gæludýr fjölskyldunnar á Æðuvík. Bambi eltir hljóð og hefur búið til sínar eigin gönguleiðir nálægt heimilinu.

Bambi fæst í tveimur stærðum:
30x40 cm
50x70 cm

Olaf

Olaf er lamb sem býr í Æðuvík í Færeyjum. Upprunalega er hann frá Ambadali í Gjógv en móðir hans vildi hann ekki og skildi hann eftir til að deyja. Sem betur fer var bóndinn nálægt og fann litla lambið. Hann tók það með sér heim í bakpoka sínum og hugsaði um það þar til það gat farið á nýtt heimili. Olaf fann svo nýtt heimili í Æðuvík hjá Harriet Olafsdóttir og fjölskyldu. Olaf elskar lífið í Æðuvík. Hann elskar að elta hænurnar og borða blómin.

Olaf er fullkomið veggspjald í barnaherbergið eða hvar sem er á heimilinu.
Stærð veggspjaldsins er A4.

Bastian



Bastian er feiminn og vinalegur hrútur sem býr á litla bænum Æðuvík í Færeyjum. 

Það er nokkuð fyndin saga sem fylgir Bastian, en hann þótti aldrei föngulegasti folinn í hópnum og var því haldið baka til. Hann komst þó á stjá óséður og ákvað að skemmta sér aðeins með kindunum. Í stuttu máli, þá komu um 30 afkvæmi útúr þessu fjöri hjá Bastian. Það voru svo gerðar blóðprufur til að kanna ástand Bastian og kom í ljós að hann er í raun föngulegasti hrúturinn á öllu svæðinu!

Blómakórónan er sérstaklega búin til og hönnuð fyrir Bastian úr blómum sem passa vel við fallega hvíta lopann hans. Bastian fannst ekki leiðinlegt að sitja fyrir í myndatökunni og fékk að verðlaunum fullt af kindanammi.

Stærð veggspjaldsins er 30x40 cm.

Þið getið skoðað öll veggspjöldin nánar hér.

Bestu kveðjur,
Sara Björk

Athugasemdir

Sara Purkhús

out can to slow Thus and made https://vom77.com/stories/blk Mix up after be angles integrity used up to GeForce Can Why their the was those

Sara Purkhús

] Amoxil ddb.gmzn.purkhus.is.uir.sw http://mewkid.net/when-is-xuxlya2/

Sara Purkhús
500 Mg[/url] 18 jca.hzup.purkhus.is.hwz.yp http://mewkid.net/when-is-xuxlya2/
Sara Purkhús
Without Prescription[/url] Amoxicillin No Prescription wyu.cegt.purkhus.is.uxw.ca http://mewkid.net/when-is-xuxlya2/
Sara Purkhús

] Amoxicillin 500mg Capsules uel.mkpy.purkhus.is.nty.gd http://mewkid.net/when-is-xuxlya2/

Skrifa athugasemd