Doing goods - nýtt merki!

Síðustu mánuði hafa verið að detta inn ný vörumerki hjá okkur og hefur mig langað til þess að gera færslu um hvert og eitt vörumerki. Nýjasta vörumerkið er Doing goods og framleiðir meðal annars fallegar gólfmottur og aðra smáhluti fyrir heimilið.      
      
          
Motturnar skarta ýmsum elskulegum dýrum úr dýraríkinu. Motturnar eru fullkomnar undir rúmstokkinn, eldhúsvaskinn, inni í stofu eða jafnvel inni á baðherbergi. Motturnar eru mjúkar og fátt betra en að byrja daginn á því að stíga úr rúminu á þessar fallegu handgerðu mottur. Framhlið mottanna er úr 100% ull og er bakhliðin úr 100% bómull. Motturnar fást í tveimur stærðum.
    
     
Allar vörurnar frá merkinu eru handgerðar á Indlandi í litlu fjölskyldufyrirtæki sem spratt upp í samvinnu með Doing goods. Vinnuaðstæður, frí tími og kaup er til fyrirmyndar enda eina rétta leiðin í heiðarlegum viðskiptum.
 
 
  
Þið getið skoðað allar vörurnar okkar frá Doing goods hér. Vona að þið hafið gaman að þessum skemmtilegu vörum.
 
// Fylgstu með okkur á Instagram @purkhus
 

Skrifa athugasemd